Miðvikudagur, 19. mars 2008
FRÁBÆRT FRAMTAK! TAKK
Mér finnst hreint út FRÁBÆRT að þarna hafi verið tekið fram Álfaskeiðið í Hafnarfirði, og rýni ég nú í atvik í Nóvember síðastliðnum er ég var á leið heim úr skólanum. Þá er ég rétt sagt keyrður niður af strætóbílstjóra. Eða hann í raun þvingaði mig aftan frá út í kant svo að ég get lítið gert annað en látið mig detta, til að verða ekki undir bílnum.
Ég hjóla á þessari götu, sem er bein og slétt á rúmlega 40 km hraða, og hef á hjólinu hraðamæli, þennan dag hafði ég vindinn í bakið og hjólaði því á 50-55 km hraða, en þarna kemur strætó á fullu á eftir mér, flautar, og svínar mig út af.
En ég vil bara þakka fyrir það að þarna sé fylgst með.
Mikið um hraðakstur í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
sætt
Frekar sætt finnst mér,
bara spurning hvort þarna sé einhver spillíng á bakvið
Vonum bara ekki :)
11 ára strákur kvæntist 10 ára frænku sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 18. mars 2008
Mér lýst vel á þetta
Það þarf svona fólk til að koma fram og tala. Ekki fólk sem "forwardar" bara því sem vitað er, og segir, tja nú verðum við bara að fara að gera eitthvað.
Þessir þarna hafa greinilega bara ákveðið að gera þetta, ekkert "já það væri nú gott... " eða "kannski við gætum..."...
Versta við þetta er að þetta er einungis smáatriði við hlið annarra hluta. En eitthvað er betra en ekkert, það er löngu sannað að við höfuð áhrif á veðrið.
Leikir styttir til að minnka losun Co2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. mars 2008
Málin ekki sambærileg?
"Málin eru þó ekki sambærileg þar sem annars vegar er um að ræða einkamál Istorrent og hins vegar sakamál."
Eru þeir semsagt að viðurkenna loksins að þetta sé ekkert nema persónuleg árás á Svavar?
Krefjast skaðabóta frá Istorrent | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 8. mars 2008
URAL bifreiðar
Ef ég man rétt, þá var alltaf stór kútur, aftan við bílstjórasætið, á honum stóð ekkert, en hann lyktaði yfirleitt af vodka, sama á hvaða bæ maður fór þar sem URAL var.
Sama gildir um Belarus traktorana, þar var brúsinn líka. Og það skal tekið fram að þetta var staðalbúnaður.
Ætli það hafi ekki líka verið í þessum skriðdreka?
Fullur á skriðdreka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. mars 2008
Bekkjarmyndin af mér
Ég er klárlega mesti töffarinn í 9.Bekk árið 2005-6
EF EINHVER ykkar gömlu skólafélaga minna eruð ósátt við að þessi mynd sé birt hérna, skammið Þóri fyrir að hafa ekki fótoshoppað smá brúnku á ykkur.
Börnin „lagfærð“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. mars 2008
"áskrifandi í mörg ár"
Einstæð móðir fékk lottóvinninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. febrúar 2008
Hvað með Mússana í Danmörku
Afhverju mega þeir búa þar? Fyrst þetta land er svo skítt!?
Og af bótum af ríkinu margir hverjir?!
Hvernig fara þeir nú að, kaupa í matinn á eBay?
Nei segi bara svona, mér finnst þetta bara svolítið vanhugsað atriði.
Múslímar hvattir til að sniðganga danskar vörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 12. febrúar 2008
HEHE, Ekki langt í rassinn gripið
Hvernig er það, eru ekki fullorðnir alltaf að banna börnum eitthvað því þau vita að ef þau fá eitthvað þá er hægt að halda áfram að skæla um meira.
Ég held þetta sé nákvæmlega sama dæmið, verið að betla þetta, og næst eitthvað annað.
Það er einu sinni þannig að þessi heimur er ekki fullkominn, en það er víst, að ef hann væri fullkominn. Þá væri ekki búið að finna upp sígarettuna sem dæmi.
Ég tek ekki mark á þeirri ástæðu að maður GETI ekki hætt því þetta er svo ávanabindandi... -Auðvitað gera tóbaksframleiðendur allt sem hægt er til að gera neytendur sem háðasta efnunum í sígarettunni til að fá meiri viðskipti...
Samt tel ég að það sé ekkert mál að hætta að reykja, Þ.E.A.S. ef ALMENNILEGUR vilji er til staðar!!
Ég er ekki að dæma ykkur sem reynt hafið að hætta að reykja, ég veit af reynslu mömmu minnar sem reykti í 30 ár. Hún setti sér það markmið að gefa mér í afmælisgjöf 22 Október 2007 að hætta að reykja, og ég sá til þess að allir öskubakkar og vasakveikjarar myndu hverfa. Og hún hefur staðið við þetta manneskjan. -Liðnir 4 mánuðir án nokkurs púffs.
Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Um að gera að redda sér
Tja ég segi nú bara bravú ef þetta hefur verið ný dráttarvél sem hann stal fullur. Maður þarf nú að hafa allar sínar heilasellur í fullri virkni til að það fyrsta koma þeim í gang, setja í framdrifið og læsa drifum. Allt orðið gert á tölvuskjá bara.
En á þessum gömlu er þetta auðvitað ekkert mál, og hvað er löggan að væla...
Eruð þið kannski búin að gleyma gömlu BELARUS dráttarvélunum sem þið fluttuð inn kringum 1975?
Þær voru ALLAR með brúsahaldara, og í þessum hvítrússneska brúsa, var SKYLDA að hafa annaðhvort Vodka eða Brenní!
Takkfyrirmig
EDIT: var að lesa þetta á vísir.is http://visir.is/article/20080210/FRETTIR01/80210016
Sé þarna mynd af gömlum 4911 1982 Zetormatic Zetor Tékkneskur traktor sem aldrei deyr, nema hvað að þessi er sennilega dáinn, og ég vona að drukkni ökumaðurinn hafi ekki reynt við þennann..
Ölvaður á stolinni dráttarvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)