Og ég hjóla í skólann

Fór í morgun á hjólinu í skólann í 20m/s og -5°C og 20cm samfeldum snjó á reiðhjólinu í skólann. Gafst nú upp á endanum sökum tillitslausra ökumanna sem voru greinilega að flýta sér MJÖG mikið og þurftu endilega að taka fram úr mér, þó ég hjóli á alveg þokkalegum hraða á götunni, 20-30 í þungu færi.

Þannig ég gafst upp á endanum og setti hjólið á bakið bara og hélt á því á gangstéttinni við mikinn fögnuð og hlátur fyrrum skólabræðra sem greinilega áttu afmæli í janúar og eru komnir á bíl.

 

Sennilega hef ég aldrei nokkurn tíma á ævinni orðið jafn fúll.

 

 


mbl.is Margar leiðir lokaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ha,ha.....góóóððður..en þú getur huggað þig við að nú sitja félagarnir vonandi fastir í skafli..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.2.2008 kl. 14:09

2 Smámynd: Morten Lange

Skemmtileg færsla og þörf ábending/áminning !

Veðrið er ekki nauðsýnlega það sem aftrar mönnum mest frá því að hjóla. Oft getur það verið tilfinningin um óöryggi sem magnast upp vegna misskilinnar og ýktum áhyggjum sem oft koma fram um öryggi hjólreiða.  Jafnvel fra´stofanunum og samtökum sem hefðu átt að kynna sér málið betur.   Og ofan á þessu bætist tillitsleysi sumra ökumanna. 

Hins vegar, hefur  mér farnast betur að mér finnst með því að fara að bæta blöndu af ákveðni og kurteisi.  Ég hjólaði um daginn að Perlunni frá Skeifunni og hjólaði alla leið á 50 km götum.  Ég var oftast í hægra hjólför, því frekar mikill snjór var ( Hmm þetta var 9.feb).  Bílstjórar tóku tillit, og keyrðu ekki fram hjá mér nema nægt pláss var, eða þegar ég hleypti þeim fram úr mér.

Þetta er svolítið í anda "Vehicular Cycling".  Á meðan leitað er að betra orði, má kalla þetta ökutækjahjólreiðar.  Reiðhjólið er ökutæki samkvæmt umferðarlögunum.  

Hér má lesa meira um þetta og um önnur atriði sem snúa að umferðaröryggi, lýðheilsu og hjólreiðar : 

Þversagnir í öryggismálum hjólreiðamanna, eftir John Franklin, höfundur Cyclecraft. 

Morten Lange, 26.2.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband