Vera á jeppum

Það er ekkert mál að fara yfir Holtavörðuheiði ef maður er bara á vel útbúnum breyttum jeppa. 36" eða meira og góður ökumaður sem veit hvenær á að stoppa og hleypa úr dekkjunum.

 

Ég, sem tel mig hafa lent í öllum tegundum af snjó, hef ekki upplifað það enn að hafa þurft að snúa við vegna óveðurs eða erfiðs sjóalaga, nema jú auðvitað í krapa.

 

En óháð því hve djúpur snjórinn á holtavörðuheiði er, þá er hægt að fljóta á honum með nógu breiðum dekkjum og góðum ökumanni, ekki skífudekkjum eins og á fólksbílsjeppunum, landrover og þess háttar.

 

Svo hefur maður vörubílanagla í hverjum einasta kubb fyrir brekkurnar og hvassviðrið. Tjöruþvo bara vel. 


mbl.is Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Janus

...Já ég trúi því alveg að 16 ára gutti eins og þú hafir mikla reynslu að keyra í snjó!!

Hahaha þú hefðir fest þig í fyrsta skafli á reiðhjólinu sem þú hefur leyfi til að aka.

Þú bjargaðir þessum sunnudegi hjá mér!

Janus, 10.2.2008 kl. 11:44

2 Smámynd: Ingunn

Lokað þýðir LOKAÐ hvort sem maður er á jeppa eða ekki!!!

"fólksbílsjeppunum" hvað er það? Litlir jeppar eru kallaðir jepplingar svona í daglegu tali.

Það að leggja á fjallveg eða hvaða veg sem er, sem er vel og vandlega auglýstur LOKAÐUR það ber vott um vissa fáfræði.

Ingunn , 10.2.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Það er nú ljótt að heyra, að allir meðlimir Fjallaklúbbsins 4x4 séu fáfróðir, tja við keyrum jú framhjá 3 skiltum sem á stendur ÓFÆRT - IMPASSABLE í hver skipti sem við förum yfir Sprengisand eða Kjöl að vetri til...

Sævar Örn Eiríksson, 10.2.2008 kl. 11:56

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Þú ert sem sagt að segja að að þú og þið í þessum fjallaklúbbi séuð meiri háttar fábjánar.   Einkennilegt að vilja opinbera það hér.

Bergþóra Jónsdóttir, 10.2.2008 kl. 12:00

5 identicon

Hver segir að þetta fólk hafi ekki verið á jeppa? 

Guðbjörg kr. (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:14

6 identicon

Þetta er nú með dónalegri skilaboðum sem ég hef séð lengi á blog-inu.

Legg til að ef fólk veit ekki um hvað málið snýst að það tjái sig þá ekki um það.

Félagar 4x4 eiga jeppa sem eru gerðir til að fara vegi sem eru lokaðir fyrir fólksbílum.  Það að kalla fólk sem eiga verkfærin í hluti meiriháttar fábjána er skrítið.

Einsog einhver sagði, þú ert bara dóni. 

Halldór V. Hreinsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:16

7 Smámynd: Taxi Driver

Alveg rétt hjá þér Sævar. Hún 11 ára dóttir mín er alveg sammála þér!! Hún er búin að keyra breyttan jeppa síðan hún var 6 ára og veit sko alveg hvað hún er að tala um. Alveg eins og þú!!

Taxi Driver, 10.2.2008 kl. 12:26

8 identicon

Voða reynslu hefur þú af því að keyra í allskonar snjó ekki einu sinni kominn með bílpróf ef þú ert bara 16 ára. Og annað, það var blindbylur á Holtavörðuheiðinni! Ég er nú ekki í Fjallaklúbbnum 4x4 en ég hugsa að fólkið þar sé nú gáfaðara en svo að fara æða af stað í blindbyl og það bara á einum bíl sama hve vel útbúnir þeir eru.... Og það eru "gaurar" með sama hugsunarhátt og kemur hérna fram á blogginu þínu sem eru að æða af stað og leggja sjálfan sig og aðra í hættu og kosta björgunarsveitinar mikinn tíma og peninga að láta bjarga sér.

Þórunn (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:54

9 Smámynd: Íslands-Bersi

Það verður að seigja sem er að 4x4 gæjarnir eru gæjar, og líta niður á okkur hinna sem eru bara á  venjulegum jeppum ,en þeir sjá nú ekki betur en við í blindbil sem dæmin sanna hvað sem dekkin eru stór og rellan eyðir miklu þetta er nú svo,og þetta GPS er nú svona og svona.

Íslands-Bersi, 10.2.2008 kl. 15:45

10 identicon

Ófært og lokað er ekkert það sama. Fjallvegir eru merktir ófærir á haustin en menn á sérútbúnum jeppum eru að keyra þá allann veturinn þangað til að snjórinn fer að bráðna og þeim er "lokað" og hreinlega bannað að keyra þá. Mér er nokkuð sama hvað fólk er á góðum jeppa, það er allt í lagi að virða það ef vegagerðin lokar einhverjum vegi tímabundið vegna stórhríðar og óveðurs, í stað þess að leggja í hann einbíla og kannski ekki nógu vel búið til að bíða af sér veðrið ef það kemst ekki alla leið. Fólk sem fer um fjallvegi að vetrarlagi er nú oftar en ekki á fleiri en einum bíl og alla vega nógu vel búið til að bíða af sér einhver óveður og þess háttar. Alla vega er ég það og vona að það sama gildi um flesta aðra. Ef þetta fólk var á jeppa þá hefði það bara átt að bíða eftir að veðrinu slotaði, og renna sér svo yfir á undan snjóplóginum :)

Dabbi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 23:39

11 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Við pabbi minn og ferðafélagar höfum oftar en ekki lent í því að fólksbílaröðin er bara frá akureyri til reykjavíkur non stop, þá hleypum við bara úr niður í 6 pund og keyrum til hliðar við veginn framhjá öllum öfundsjúki smábílaeigendunum.

Ofangreindir kommenterar þurfa eitthvað að hugsa sín mál því ég ætlaði mér alls ekki að vera dónalegur, heldur koma minni skoðun á framfæri. Ég þekki þetta frá þessari hlið, þið greinilega frá einhverri annari. Haldið því bara fyrir ykkur greyin mín, eða bloggið sjálf um það.

En jú ég er handviss um að ég hefði ekki nennt að stoppa þarna á jeppanum bara og bíða eftir að þeir sköfuðu smá snjóskafla af veginum.  

Sævar Örn Eiríksson, 10.2.2008 kl. 23:59

12 Smámynd: Aðalheiður Kristjánsdóttir

Ég er alveg sammála þér Sævar....og það er alveg óþarfi fyrir fólk að vera með einhvern dónaskap hvort sem það á jeppa eða ekki. Mér persónulega finnst heimskulegt af þessu fólki að leggja af stað yfir heiðina, en það gerði þetta á sína ábyrgð og allar tryggingar féllu úr gildi við þetta.

En þetta er Sævars skoðun og fólk á að virða hana, sama hversu fáranleg fólki þykir hún, og halda sínum leiðinda commentum fyrir sjálft sig!

Takk fyrir mig

bið að heilsa fjölskyldunni Sævar

Aðalheiður Kristjánsdóttir, 11.2.2008 kl. 22:55

13 identicon

Hey! Ég hef keyrt jeppa núna í tvö ár! Ég keypti hann hjá bílasölunni á Selfossi, mjög fínn bíll! Hann er alveg jafngóður og þessir jeppar sem þið gaurar keyrið! Með GPS og öllu!

Þú ert bara 16, þú hefur ekkert vit á þessu á engan hátt! Sá sem ég keyri er topp-jeppi, bara 3 ára og ef hann kemst ekki yfir skafl kemst engin yfir hann! Þessi á bílasölunni sagði það og hann er fertugur!

Þið í þessum þarna jeppaklúbbi hafið ekkert vit á bílum og snjósköflum! Og já þú ert bara 16! Já hafðu það þarna!

Já og jepplingar! 

Guð minn góður bara!

Vertu bara sæll, Sævar! 

Kári M. Reyniss (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband