Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 10. febrúar 2008
Vera á jeppum
Það er ekkert mál að fara yfir Holtavörðuheiði ef maður er bara á vel útbúnum breyttum jeppa. 36" eða meira og góður ökumaður sem veit hvenær á að stoppa og hleypa úr dekkjunum.
Ég, sem tel mig hafa lent í öllum tegundum af snjó, hef ekki upplifað það enn að hafa þurft að snúa við vegna óveðurs eða erfiðs sjóalaga, nema jú auðvitað í krapa.
En óháð því hve djúpur snjórinn á holtavörðuheiði er, þá er hægt að fljóta á honum með nógu breiðum dekkjum og góðum ökumanni, ekki skífudekkjum eins og á fólksbílsjeppunum, landrover og þess háttar.
Svo hefur maður vörubílanagla í hverjum einasta kubb fyrir brekkurnar og hvassviðrið. Tjöruþvo bara vel.
Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 7. febrúar 2008
Og ég hjóla í skólann
Fór í morgun á hjólinu í skólann í 20m/s og -5°C og 20cm samfeldum snjó á reiðhjólinu í skólann. Gafst nú upp á endanum sökum tillitslausra ökumanna sem voru greinilega að flýta sér MJÖG mikið og þurftu endilega að taka fram úr mér, þó ég hjóli á alveg þokkalegum hraða á götunni, 20-30 í þungu færi.
Þannig ég gafst upp á endanum og setti hjólið á bakið bara og hélt á því á gangstéttinni við mikinn fögnuð og hlátur fyrrum skólabræðra sem greinilega áttu afmæli í janúar og eru komnir á bíl.
Sennilega hef ég aldrei nokkurn tíma á ævinni orðið jafn fúll.
Margar leiðir lokaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 5. febrúar 2008
Skrambinn...
Ég nota þennan lista ALLTAF þegar ég kaupi af seljendum, hef reyndar aldrei lent í því vondu frá því ég fyrst byrjaði að nota ebay kringum 2005.
En allavega þá finnst mér það ótreystvekjandi að heyra ekkert frá fyrri viðskiptavinum um vöruseljandann. Maður með heilasellur í lagi greinir nú á milli hvað er fíflaskapur og sannleikur.
Neikvæðar umsagnir bannaðar á eBay | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 3. febrúar 2008
poof
°Heyrðu vinan, er ekki kominn tími til að þú bara látir þig hverfa, svona eins og gamli Presley.
Ég er alveg hættur að þola þig þú skilur, fyndið fyrst, en núna ertu ekkert nema sauðklikkuð mannskrudda.
Já og meðan ég man, ease on the coke a little.
Sakaði mömmu sína um að sænga hjá kærastanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Frekar járnískt
Þetta finnst mér frekar fyndið, þó ekki það að maðurinn hafi slasast og auðvitað hefði getað skapast enn verra slys en varð.
En mér þætti forvitnilegt að fá að vita hverskonar bíll þetta er.
Ætli þetta hafi verið blöndungsbíll og flotholtin hafi festst?
Eða er þetta slitinn gormur á inngjöf þ.e.a.s. ef þetta er ekki bíll með fjarstýrðri inngjöf eða whatever.
Eða var þetta tölvan sem fékk í sig vírus eftir að hafa hengið á dónasíðum??
Ég segi hættum að framleiða þessar nýju vélar sem ekkert er hægt að gera við, o.s.f.v. -Meira að segja grænfriðungarnir gefa ekki skít í hlýnun jarðar. Þeir eru á risastórum togurum í hafinu, og komast í fréttirnar fyrir að verða olíulausir, too bad?
Afhverju eru þeir ekki bara á árabátum?
Ég veit allavega fyrir mig, að ég fæ mér toyotu, með beinni innspýtingu, en manual olíuverki. -Takk fyrir mig.
Bensíngjöfin festist í botni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 17. janúar 2008
Ég er alltaf með hníf á mér
Ja það er kannski eins gott að passa sig á mér, ég, glæpamaðurinn.
Ég geng alltaf með leðermanninn á mér.
Nei það er nú kannski mismunur á swissknife og einhverju vopni.
Svona er minn
Gríp í hann og nota nánast daglega. Virkilega hentugur og góður, kostar reyndar rétt um 40.000 kr en það er lífstíðarábyrgð á honum, ég fengi nýjann ef ég reyndi að sprengja þennan með dýnamíti vísvitandi.
Fangelsi fyrir hnífaburð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. janúar 2008
Ég þangað!!
Ber brjóst leyfð í Sundsvall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 29. desember 2007
Ekkert fær að vera í friði
Hef séð svona ljós og eflaust eru þau fallegt skraut, en þau eru ekki ætluð sem slík. Þau voru þarna í notkun hjá lögreglunni til að sporna að því að slys sem nú þegar hafði gerst yrði ekki verra.
En nei nei, þá þurfa ökumenn sem koma fram hjá að stoppa, opna hurðina og teygja sig í ljósið, og keyra á brott með það.
Hvers konar tillitsemi er þetta eiginlega orðin?
Hvenær förum við að klifra upp í ljósastaurana eins og apar og stelum perunum úr þeim?
Nei kannski er það vitleysa í mér, nú eru allir komnir með loftbyssur og láta sér nægja að miða vel og skjóta. Og eyðileggja þar með peruna, og lýsingu í eftirfarandi götu.
Voðalega pirrar þetta mig
Stolið frá lögreglunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 21. desember 2007
Hvað með póstmanninn?
Vatnið umlukti bæina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Kallinn flottur á því
Náði öllu og lægst var 6 í ÍSL, sem reyndar kemur mér á óvart, hef aldrei verið undir 8 í Íslensku í grunnskóla?? -Tja, þá var maður ekki dreginn gegnum þetta orðflokkarugl allt saman.
Góður árangur hvort heldur sem er, EGOOO :)))
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)