Mánudagur, 28. apríl 2008
Og enn snjór í fjöllum
Það sýnist mér vera að enn sé snjór í fjöllum á Ísafirði.
Fremur kalt fyrir litlu pattana sýnist mér :)
-----Ætli sérsveitin kæmi með piparúða ef ég dýfði mér í RVK-höfn?
Nei segi bara svona, mig langar ekkert að synda í sjónum. Gerði það þó þegar ég var lítill.
Og fyrir 3 árum fórum við nokkrir STJÓRNLAUSIR og ALVITLAUSIR unglingar úr hafnarfirðinum og dýfðum okkur fram af stórum palli á skipi í Hafnarfjarðarhöfn.
Að minnast þess, þarna kom löggan og hló að okkur og því að okkur skuli hafa dottið þetta í hug. Ekki var hún neitt að stoppa okkur.
Sagan væri sannarlega ekki sú sama færi ég þangað í dag.
Enda búið að girða alla höfnina svo óviðkomandi aðilar komist ekki að
Fögnuðu sumri með sjósundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.