Föstudagur, 14. desember 2007
Nú er rétt að passa sig
Nú er tími jólaljósanna, flestir eitthvað í stressi að komast heim fyrir kvöldmat úr jólainnkaupunum.
Nei, veistu. Eigum við ekki bara að taka því rólega, vera örugg. Og minnka þar með líkurnar á slysi margfalt.
Varðandi akstur á heiðunum, þarna eru oft miklir vindar, erfiðar brekkur niður í móti, eða upp í móti. Og margir ökumenn kannski ekki alveg færir um að aka á þannig undirlagi þar sem grip er lítið, eða ekkert.
Í rauninni skipta rétt viðbrögð voða litlu ef maður missir stjórn á bíl, upp-niður brekku í svelli. Best er sennilega bara að reyna að stýra upp í þá átt sem maður rennur í, og reyna að halda sér á veginum, Ef hægt er, láta bílinn fara þeim megin út af sem kanturinn er lægri og grjótið minna, eða snjórinn dýpri, minna högg.
Ég hef ekki mikla reynslu af akstri, en ég bið ykkur um að fara varlega, verum heil heima um jólin.
Frystir á fjallvegum um vestanvert landið í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er nú algjörlega sammála þér Sævar minn, væri það nú ekki ágætt að geta minnkað jólastressið örlítið? Og jólaaksturinn líka kannski. :Þ
Sammi (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.