Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Frekar járnískt
Þetta finnst mér frekar fyndið, þó ekki það að maðurinn hafi slasast og auðvitað hefði getað skapast enn verra slys en varð.
En mér þætti forvitnilegt að fá að vita hverskonar bíll þetta er.
Ætli þetta hafi verið blöndungsbíll og flotholtin hafi festst?
Eða er þetta slitinn gormur á inngjöf þ.e.a.s. ef þetta er ekki bíll með fjarstýrðri inngjöf eða whatever.
Eða var þetta tölvan sem fékk í sig vírus eftir að hafa hengið á dónasíðum??
Ég segi hættum að framleiða þessar nýju vélar sem ekkert er hægt að gera við, o.s.f.v. -Meira að segja grænfriðungarnir gefa ekki skít í hlýnun jarðar. Þeir eru á risastórum togurum í hafinu, og komast í fréttirnar fyrir að verða olíulausir, too bad?
Afhverju eru þeir ekki bara á árabátum?
Ég veit allavega fyrir mig, að ég fæ mér toyotu, með beinni innspýtingu, en manual olíuverki. -Takk fyrir mig.
Bensíngjöfin festist í botni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
mér finnst þetta orð æðislegt.
járnískt
ég (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:05
ég þori að veðja að þetta var gamall bíll og gólfmottan rann bara upp á bensíngjöfina.
Svo segir maður aldrei hengið.. og íslenska orðið er kaldhæðni þó mér finnist orðið þitt yfirnáttúrlega svalt
ég aftur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 21:09
þetta var þannig að bensíngjöfin festist inni og fer yfir 7 þús. snúninga og að sjálfsögðu neglir hún á bremsuna en það gerði ekkert gagn vegna þess að bensígjöfin var allan tíma í botni.. Til að forðast að klessa á hóp bíla svegði hún yfir eyju og bíllinn kastast náttla til og til að forða að lenda á bíla sem koma úr gagnstæðri átt reynir hún að stýra bílnum beint yfir götuna lendir beint á vegg...þetta snýst um sekúndur þannig það hefði ekki haft nein áhrif hefði hún náð að að slökkva á bílnum því bíllinn var á það mikillri ferð...
Það verður að hafa það í huga að þetta gerist á háannartíma í umferðinni og hún bregst í raun alveg hárrétt við, í stað þessa að stofna öðrum í hættu og vera valdandi af tugi bíla árekstri, stýrir hún bílum beint útaf..
Og þetta var nýleg sjálfskift toyota.. gott að þú getur skemmt þér yfir þessu!!
Bróðir ökumannsins (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 01:14
Ég stið Toyota kaup....ég ætla klárlega að kaupa mér Toyota Avensis eða nýju Corolluna....og svo kem ég bara á fjöll með þér Sævar minn;)....talandi um fjöll....er ekki málið að fara að plata feður okkar saman á fjöll fljótlega? Langar rosalega
Alla frænka (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.