Fyrsta orðið

Góðan dag blogglesendur.

 

Ég er hér með að vígja minn, tja líklega hundraðasta blogg vef. Og að sjálfsögðu lofa ég því að halda áfram með þennan eins lengi og ég get. En ég hef nú svo sem alltaf lofað því...........

 Ég ætla að nýta tækifærið og segja ykkur svolítið af mér.

 

Ég er 16 ára gamall og fæddur 1991, Ég heiti Sævar Örn Eiríksson og ég hef mikinn áhuga á bílum. Ég hef umgengist bíla og vélar allt frá því að ég man eftir mér.

 Hinsvegar hef ég ekki gaman að þessum flottu sportbílum sem allir eru að keyra um á í dag, þar sem tilgangurinn virðist vera að spóla í hringi og ná sem mestri reykeitrun út úr því, já eða keppast um að fá hæstu sektina fyrir hraðakstur. Nei takk segi ég.

 

Ég stefni á það, þegar ég fæ bílpróf í Október á næsta ári, að vera búinn að fá mér flottan jeppa. Ég hef gaman að því að ferðast um landið, og það hefur fjölskylda mín líka.

 Auðvitað eru jeppar dýrir í rekstri, en svo má líta á annað og það er viðgerðarkostnaður. Það er eins og fólksbílar í dag séu bara keyptir til einnota. Svo er þeim hent.

Þetta er ekki lengur eins og með lödurnar í gamla daga, þegar hlutinn sem vantaði var ekki til, þá var bara farið út í skúr og hluturinn mixaður.

Nei, nú er þetta allt orðið svo tölvuvætt að það má ekki einu sinni gefa straumlausum bíl start lengur.

 

En nóg um það, Ég hef upp á síðkastið dottið inn í nýtt hobbý, sem kalla mætti mótorsport þó svo að það reyni ekki mikið á mann líkamlegt, Tja, skák er íþrótt ekki satt?

 Þetta nýja áhugamál mitt eru 1/8 skala bensínbílar. Trukka jeppar sem komast upp í 60-80 kílómetra hraða, og það tekur þá svona 2 sekúndur að ná þeim hraða.

Svo eru þeir á þvílíkt stórum dekkjum að maður veit ekki almennilega hvað maður á að halda, og þeir þola allt, maður stekkur alveg þrisvar sinnum hæð sína á þessu og lendir annað hvort á afturendanum, toppnum, eða framendanum, nei, aldrei á dekkjunum! Grin

 

Hér er meðfylgjandi mynd sem ég tók af bílnum mínum um daginn. 

Jæja hérna eru þessar myndir, bílarnir eru knúnir pínulitlum eins sílinders mótorum sem skila togi upp á 16-45 kg. Þess má til gamans geta að þessir bílar eru c.a. 6 kg.

Rúmtak mótorsins í mínum bíl er 0.21cc en sumir eru með mótora á stærð 0.28 og .30

En þá verður maður ný að styrkja ýmislegt til að snúa hreinlega ekki sundur drifsköft, öxla eða hreinlega felgur.

 

Að mínu mati er þetta virkilega skemmtilegt áhugamál, það eru þó nokkrir í þessu áhugamáli á Íslandi og á hverju sumri eru haldnar keppnir bæði á vegum Tómstundahússins og SBKÍ(Smábílaklúbbur Íslands.)

En þetta er nú kannski ekki fyrir hvern sem er því viðgerðarkostnaður, og rekstrarkostnaður þessara bíla er frekar hár. Og þess má geta að lítrinn kostar ca 800kr á þessa bíla.

En hver lítri er að duga c.a. 8 tanka, 1 tankur=20 mín~

 

 

 

 

 

En ég ætla að segja þetta gott í dag, ég kem til með að koma fram mínum skoðunum á einhverjum fréttum á MBL og vona bara að ykkur líki það ágætlega. Endilega skiljið eftir skilaboð í Gestabókinni eða kommentunum, mér finnst gaman að vita hvað lesandanum finnst.

 

Takk fyrir í dag. -Sævar 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband