Æj greyin

Þeir þurftu bara að fá smá útrás með nýju leikföngin sem BB gaf þeim í sumargjöf.

 

Skyldir og kylfur, hjálmar vesti og piparúði.

 

Þannig er þetta jú með okkur öll, en við venjulegu beitum nú ekki meiðingatólum á almenning, og gerum nú flestöll ef ekki öll smá sveigjur á lögum landsins.

 

Það veit ég fyrir víst, að ég hefði ekki viljað vera þarna á svæðinu, þarna var fólkinu smalað fram og til baka, allt í stjórnleysi að virðist, öskrað á alla og allir öskrandi á lögguna.

 

Ég hefði nokkuð örugglega verið einn þessara hefði ég verið á svæðinu, það held ég að sé alveg bókað mál.

 

Mér finnst þetta ógeðslegt af lögreglu og það eitt að hún biðji ekki þá sem urðu fyrir úðanum, eða barðinu á hasarvitlausum lögreglumönnum afsökunar finnst mér mjög sorglegt.

 

En í staðinn er þetta afsakað fyrir það að almenningur hafi verið snargeðveikur og þeir hefðu bara þurft að beita valdi og látum til að ná tökum á...????? hverju

 

Eins og sagt var í myndbandinu, þá "Komuð þið hérna þegar mótmælin voru að lognast út af, og gerðuð allt snar vitlaust!"

 

Um 11 leytið um morguninn áttu þeir von á að losa umferðarteppuna, en í stað þess var Þjóðvegur eitt lokaður til seinniparts.

 

-Og það er að sjálfsögðu Sturlu að kenna ekki satt?

 

Og bílnum hans sem lagt var ÞVERT yfir veginn í mótor, loft og drifskaftsbremsu, jafnvel límdur við veginn.

 

Nei, ég sé ekki betur en að honum sé lagt út í kant, meira að segja ekki á malbikuðu undirlagi, síðast er ég vissi þá var Þjóðvegurinn allur, eða að lang mestu orðinn malbikaður nema einhverjir kaflar á Austfjörðum.

 

En o jæja, svona er þessi heimur bara.

 

En ég hef með öllu misst traust á Íslensku lögreglunni og mun hugsa mig tvisvar um að hringja á hjálp til hennar lendi ég í vanda. (Spurning hvort ég lendi þá ekki bara í meiri vanda) 


mbl.is Rétt aðferð við beitingu piparúða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Auðvitað voru þarna einstaklingar sem vel mátti hafa afskipti af, en sá hópur þurfti ekki sérsveit til að yfirbuga sig.

Sævar Örn Eiríksson, 28.4.2008 kl. 09:45

2 identicon

Rétt hjá þér Sævar, þetta skelfilega járnvaldssýnishorn var algerlega óréttlætanlegt, og þessi frétt sem reynir að hvítþvo aðgerðirnar, er lítið skárri en fréttamennska Ómarsdóttur, sem var gripin við að leikstýra áróðursmyndbandi.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 09:57

3 identicon

æi hættið þið þessu væli. Nú eruð þið stjórnendur á vetvangi og það er allt orðið snar vitlaust. Grjóti rignir yfir lögguna og það fjölgar og fjölgar í hópnum og núna eru menn farnir að úða eldi með WD40 á lögguna hvað á að gera????

óli (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Segir Óli, Óli Tynes?

 Vinsamlega skrifaðu undir fullu nafni ef þú vilt að ég taki mark á þínum skrifum.

-Annars myndi ég nú frekar kjósa eitthvað annað en WD40 til að úða á eld. :)

Og það eru EKKI 35+ trukkabílstjórar sem eru að fíflast með eld, kastandi steinum, eða með þennan áróður gegn lögreglu.

Það er smáborgarinn, aldur 13-29 kk og kvk sem heyrðu um svaka lögregluaðgerðir við Rauðavatn, SWAT team og læti, best að fara og reyna að meika það í fréttirnar.

Þetta er allavega það sem ég heyrði á göngum skólans síðastliðinn Miðvikudag. 

Sævar Örn Eiríksson, 28.4.2008 kl. 12:12

5 identicon

Vertu nú ekki að rífa þig yfir Óla hann komur þó undir Skírnarnafni annað en Gullvagninn vinur þinn... eða er það í lagi því að hann er með álíka rembing og þú???

Þroskisti nú aðeins og reyniði nú að skilja að aðgerðir lögreglu áttu fulkomlega rétt á sér...

Piparúði... komon það er ekki einsog lögrelgumenn vita ekki hvernig það er að vera með þetta fyrir vitum sínum...

Þeir fara í gegnum þetta í lögregluskólanum... þeir sprauta framan í hvorn annan til að læra að nota þetta og vita hvaða áhrif þetta hefur svo þeir noti þetta tæki í tíma og ótíma... bara þegar það á rétt á sér.

Bjossi (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 13:31

6 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Bjössi Bolla það á semsagt rétt á sér yfir hóp unglinga sem standa AFTAN við línu sem takmörkuð var, til að halda mótmælendum inn á plani bensínstöðvarinnar en ekki á götunni.

Og þó allir séu komnir bak við þessa línu, þá koma nokkrir bráðgáfaðir náungar INN í hópinn sem var þó ekki svo óþekkur og sprauta bara út yfir allt, yfir unglinga sem enga aðild áttu að, yfir fullorðið fólk sem kom þarna bara til að horfa á, og yfir konur, og ég heyrði um atvik þar sem kona sem hélt á ungabarni mátti fótum fjör að launa undan dómgreindarlausum meisara. 

Sævar Örn Eiríksson, 28.4.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband