Reiði í mönnum

Já þeir eru harðir bakvið skjáinn sumir, ég furða mig þó á því að þeir skrifi undir nafni til hans, en það þýðir að þeim er alvara þegar þeir segja þetta.

 

En skrifin voru ósæmileg og óviðeigandi. -Gærdagurinn var algjört klúður, það má segja að þetta hafi verið síðasti vetrardagur sem muna má eftir.

 

Nú er bara að bíða og sjá þegar Stulli fær trukkinn sinn aftur, þá verður að öllum líkindum ekki stoppað, eða ég vona ekki.

 

P.s. hatemail bloggarar vinsamlegast vandið skrifin, "Hálfiti" og svoleiðis er ekki til sóma Cool


mbl.is „Gerðu þjóðini greiða og skjótu þig"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona reiði magnast sjálfssagt í óstabílum efnahag og neikvæðu viðskiptaumhverfi. Fjölskyldur eru að sligast undan lánum og lífskostnaði á sama tíma og Alþingisfólk er að þvælast til útlanda á einkaþotum, ráða aðstoðarfólk og tryggja sig sjálft fjárhagslega þegar það fer á eftirlaun.

Svo er hitt að skilaboðin frá ráðafólki þjóðarinnar eru þau að almenningur er valdlaus og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að semja við yfirvaldið, þá hafa bifreiðastjórar ekki fengið úrbætur. Þetta hefur gengið á í mörg ár en fyrst núna eru þeir að mótmæla.  Auðvitað verður fólk reitt.

En það er ekkert sem að afsakar svona skrif eins og koma fram á vef Björns. Fólk verður að hafa smá stjórn á reiðinni.

Linda (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:07

2 identicon

Það er engan veginn víst að þetta sé hið rétta nafn viðkomandi. Eins og þú veist (og sérð) þá getur maður skrifað hvaða nafn sem er eða stofnað email addressu með hvaða nafni sem er.

Sævar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:08

3 identicon

Góðan dag og gleðilegt sumar.

Er það ekki eitt af því sem er að,löggjafin er svo svifaseinn í öllu svo sem hvernig á að taka á nýðskrifum á netinu hvaða viðurlögum á að beita? hvað er t.d. að frétta af svo kallaða Lúkasar máli þar sem allmeningur allt að þvi tók mann af lífi og rústaði lífi dreingsins,á fólk að komast upp mep þetta ?

Hannes Halldórsson. (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:36

4 identicon

Hvernig er hægt að bakka þessa menn upp?  Hvílíkir bjánar og þessi skilaboð til Dómsmálaráðherra dæma sig sjálf.  Hvernig væri að þessir menn lærðu amk að tala rétt eða stafsetja áður en þeir göspruðu um mál sem þeir greinilega hafa ekkert vit né skilning á.  Ef þeir eru svona ósáttir sem atvinnubílstjórar af hverju finna þeir sér ekkert annað að gera?  Kominn með upp í kok af þessum mótmælum og þá afbrotum þessara manna.  Talsmaðurinn Sturla sem sumir kalla dýrlinginn er með IQ á við 5 ára krakka, hvaða heilvita manneskja hlustar á hann.  Fólk á að telja uppá 10, hugsa og meta stöðuna rétt.

Baldur (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:53

5 identicon

Hvað ætli það séu margir í þessu þjóðfélagi í dag sem ekki taka heilshugar undir ósk þessa manns og að jafnvel fleiri úr okkar handónýta stjórnarliði geri það sama.

Dauðaóskir til handa lélegum stjórnvöldum eru kannski nýmæli hér á Íslandi en eru alþekktar úr sögunni.Hver mann ekki eftir frönsku fallexinni og hvernig hún var notuð til að afhausa spillta og sjálfsgóða yfirstétt þegar alþýðan fékk nóg af yfirgangi og undirkúgun frá hennar hendi.

Í dag bendir margt til hér á Íslandi að íslendingar hafi aldrei í sögu lýðveldisins haft eins lélega stjórnmálamenn hvað það varðar að gæta þess að íbúar landsins búi við jafnræði.Ósanngjarnt kvótakerfi sem veldur mannréttindabrotum á þegnunum,einkavinavæðing bankana sem lítur út í augum almennings þannig að gróðinn var gefinn útvöldum sem þjóðin á svo að borga tapið fyrir þá þegar þeir á ótrúlega stuttum tíma höfðu klúðrað því sem þeir gott sem fengu gefins.Heilbrigðiskerfið í rúst og svo má lengi telja.Nei það er ekki skrýtið þó reiðin kraumi í fólki og bara spurning um tíma hvenær síður upp úr.

Jon Mag (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband