Þökk sé?

Hverjum er það að þakka að þetta fór úr böndunum, eflaust hefði þetta losnað upp eftir klukkutíma eða tvo, og umferðaræðin opnast. En nei, þarna koma lögreglumenn, sennilega halda þeir að þeir séu á leið á æfingu. Þannig miskunn er engin.

 

Alveg þoli ég ekki að horfa upp á þetta, þarna sá ég m.a. unglinga á mínum aldri sem voru "meisaðir" algjörlega tilgangslaust. -Jú jú auðvitað er það ekki rétt að kasta eggjum í lögregluna, en það þarf nú ekki að beita líkamsmeiðingum í hefnd, og jafnvel bara til þess að vekja sinn málstað.

 

Lögreglan sýndi í dag ekkert nema mótmæli með valdi gegn mótmælum með smá vanskipulagi.

 

Ég ætla að leyfa mér að segja "fokkið ykkur!"

 

 

Eina spauglega sem ég sá voru skólafélagar mínir úr Iðnskólanum í Hafnarfirði sem voru klæddir SS Sérsveitir Hitlers búningum, þó auðvitað að forsaga þessara búninga sé viðbjóðsleg, var hinsvegar frekar fyndið að horfa á þá leika :) 


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er nú bara orðin hundleiður á þessum endalausu mótmælum og þau eru orðin eintóm fíflalæti. Yfirleitt eru klippur sem settar eru á netið gjörsamlega samhengislausar og notaðar til að mála skrattann á veginn. Það þyrfti frekar að sína mér ALLT myndbandið en ekki einhverja klippu og síðan eru unglingar að þykjast vera eitthvað voðalega mikið og kasta eggjum. Er ekki í lagi beriði enga virðingu fyrir einu né neinu? Ég bara spyr. Lögreglan er að vinna starf sitt, heldurðu að þú værir sáttur við að svona væri komið fram við þig í vinnunni? Nei ég hélt ekki. 

Tjásan (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Það skal tekið fram að ég les ekki nafnlausar Athugasemdir.

Sævar Örn Eiríksson, 23.4.2008 kl. 19:21

3 identicon

Það skal tekið fram að þetta var ekki nafnlaus athugasemd, duh.

Tjásan (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 19:33

4 Smámynd: Sævar Örn Eiríksson

Nafn þitt sé ég hvergi, þannig ég myndi nú telja þetta vera nafnlausa athugasemd hjá þér.

-En ég á við um athugasemdir yfir höfuð, ekki bara þína(r).

Ef þú vilt að tekið sé mark á þér þá skaltu skrifa undir nafni. 

Sævar Örn Eiríksson, 23.4.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband